Skötulykt á Þorláksmessu í Grindavík er uppáhalds
Flugmaðurinn Lórenz Óli Ólason er Grindvíkingur en hefur búið í Reykjanesbæ undanfarin ár með sambýliskonu sinni og börnum. Hann fór til Svíþjóðar í sumar en uppáhaldsstaðurinn er og mun alltaf verða Grindavík og þangað myndi hann beina erlendum ferðamönnum ef það er opið þangað.
Nafn, staða, búseta: Lórenz Óli Ólason, í sambúð, bý í Reykjanesbæ.
Hvernig á að verja sumarfríinu? Það er lítið um frí hjá mér í sumar en ég fór með fjölskyldunni í frí til Svíþjóðar og hittum við þar systur mína og fjölskyldu hennar.
Hver er uppáhaldsstaðurinn á Íslandi og af hverju? Grindavík, líður alltaf vel í paradísinni!
Hvaða stað langar þig mest á sem þú hefur ekki komið á (á Íslandi og eða útlöndum)? Bora Bora.
Er einhver sérstakur matur í meira uppáhaldi á sumrin? Bara eitthvað gott á grillið.
Hvað með drykki? Hvítur Monster.
Hvað með garðinn, þarf að fara í hann? Því miður já....
Þarftu að slá blettinn eða mála húsið/íbúðina? Ég þarf að slá blettinn.
Veiði, golf eða önnur útivist? Aðallega hlaup, fjallahlaup eru helvíti skemmtileg.
Tónleikar í sumar? Ekkert planað.
Áttu gæludýr? Nei.
Hver er uppáhaldslyktin þín (og af hverju)? Skötulyktin á Þorláksmessu.
Hvert myndir þú segja erlendum ferðamanni að fara/gera á Suðurnesjum? Skoða Grindavík ef það er opið þangað.