Skötuhlaðborð í Njarðvík
Skötuhlaðborð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur verður haldið á Þorláksmessu milli kl 11:00 og 16:00. Það er enginn annar en Gylfi Ingason matreiðslumeistari sem mun sjá um að elda matinn. Gylfi er yfirmatreiðslumaður Ship O Hoj sem hefur heldur betur slegið í gegn í Reykjanesbæ.
Það sem verður á boðstólnum er skata, saltfiskur, plokkfiskur og meðlæti. Það er nú þegar mikil eftirspurn eftir miðum á þetta og hvetjum við fólk og fyrirtæki að panta miða í gegnum tölvupóstfangið [email protected], segir í tilkynningu frá körfuknattleiksdeildinni.