Skötuhlaðborð í Garði
Föstudaginn 21. desember verður Skötuhlaðborð unglingaráðs Víðis haldið í Samkomuhúsinu í Garði. Skötuhlaðborðið er árlegur viðburður sem mörgum þykir ómissandi hluti af jólahátíðinni. Í fyrra mættu hátt í 300 gestir sem skemmtu sér vel og nutu vel kæstrar skötunnar og úrvals sjávarfangs úr Garðsjónum.
Á boðstólnum er meðal annars að finna saltfisk, plokkfisk, siginn fisk að ógleymdri skötunni ásamt tilheyrandi meðlæti. Verðinu er stillt í hóf og kostar aðeins 2500 kr. á manninn.
Hádegishlaðborðið er opið milli 11:00 og 13:30 og kvöldborðið milli 17:30 – 21:00