Skötufjör á Þorláksmessu
Fjölmargir nýttu árlegt tækifæri til þess að fá sér skötu í hádeginu.
Víða má finna ilm af kæstri skötu við heimili, mötuneyti og veitingastaði á Suðurnesjum. Margir eru búnir að hlakka til í heilt ár að komast í skötuveislu og taka hressilega til matar síns.
Víkurfréttir kíktu við hjá Réttinum, Nesvöllum og í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík. Þar voru gestir ánægðir með matinn þótt alltaf vilji einn og einn hafa skötuna enn kæstari.
Þessir herramenn sáu um ljúfa tónlist á Nesvöllum.
Fólk var á ýmsum aldri og sumir fengu sér bara saltfisk.
Þessi sagðist vera frá Vestfjörðum, þaðan sem bestu sköturnar kæmu.
Hjá Réttinum völdu flestir skötu.
Maggi Þóris gekk á milli borða og bauð aukaskammt af hömsum.
Á Réttinum voru menn ánægðir með góðan mat.
Þessar dömur voru búnar að sporðrenna skötunni og voru komnar í kaffið.
Þessir voru ánægðir með matinn.
Heilu fjölskyldurnar voru saman komnar.
Gestir gáfu sér örstutta stund til að líta upp af diskunum.