Skottsala! Hvað er nú það?
Sunnudaginn 19. september, kl. 10:00 – 13:00 munu nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja í ensku 603 standa fyrir „skottsölu” á bílastæði Samkaupa í Reykjanesbæ. Svona nokkuð er vinsæll verslunarmáti t.d. í Englandi og er ekki ósviðaður Kolaportinu nema þetta gerist undir berum himni.
Fyrirkomulagið er þannig að fólk getur komið með ýmsa vöru og hluti sem það vill selja úr skotti bíla sinna (skottsala!). Með þessu nýstárlega framtaki eru nemendurnir að afla fjár til að fara í námsferð til London í lok október.
Þátttökugjald er 1.500 krónur fyrir þá sem vilja selja. Hinir borga ekkert nema fyrir vöruna!
Já, og svo munu nemendur selja viðstöddum heitt kaffi og kleinur. Þeir vonast til að sjá sem flesta koma og gera góð kaup.