Skoruðu á lögregluna í reiptog
Á dögunum fékk lögreglan á Suðurnesjum skemmtilegan hóp krakka í heimsókn en þau voru öll á leikjanámskeiði.
„Þau skoðuðu tæki og tól sem lögreglumenn nota við vinnu sína og skoruðu svo á lögreglumenn í reiptog. Úrslit þess eru og verða trúnaðarupplýsingar. Gaman að fá ykkur,“ skrifar löggan á fésbókarsíðu sína og birtir nokkrar myndir úr heimsókninni.