Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skorað á Jón oddvita!
Fimmtudagur 24. nóvember 2005 kl. 14:01

Skorað á Jón oddvita!

Jón Gunnarsson, oddviti Vatnsleysustrandarhrepps, brá undir sig betri fætinum við vígslu nýs sparkvallar við Stóru-Vogaskóla í síðustu viku.

Eftir að skólastjóri og formaður Þróttar klipptu á borða við markið tók Jón sér stöðu á milli stanganna og spreytti sig gegn fimm krökkum úr skólanum.

Jón varði þrjár spyrnur af fimm og mátti hafa sig allan við. Á myndinni nær hann að slengja hendi í knöttinn og sýnir góð tilþrif þrátt fyrir að vera ekki beint í íþróttagallanum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024