Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sköpunarkvöld á Bókasafni Reykjanesbæjar
Þriðjudagur 3. mars 2015 kl. 11:59

Sköpunarkvöld á Bókasafni Reykjanesbæjar

Guðrú S. Magnúsdóttir prjónahönnuður verður gestur fyrsta sköpunarkvöldsins sem haldið  verður í Bókasafninu miðvikudaginn 4. mars. Dagskráin hefst klukkan 20:00. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

Guðrún hefur gefið út fjórar prjónabækur, Treflaprjón, Vettlingaprjón, Húfuprjón og  Sokkaprjón og mun kynna þær og hönnun sína, auk þess að sýna hvernig uppskrift verður til.

Sköpunarkvöldið er jafnt fyrir reynda prjónara sem óreynda og ekki síst fyrir þá sem langar að vita hvernig uppskrift verður til. Hvernig búum við til okkar eigin uppskrift?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024