Sköpunarkrafturinn á Reykjanesi
– kynntur á hönnunarmars
Alls tóku 11 hönnuðir af Suðurnesjum þátt í hönnunarmars 2015 um síðustu helgi undir yfirskriftinni „Upplifðu sköpunarkraftinn á Reykjanesi“.
Sýningin var samstarfsverkefni Maris og Markaðsstofu Reykjaness með góðum stuðningi Höfuðborgarstofu sem lagði til sýningarsal í húsnæði sínu í miðbænum.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði sýninguna með pompi og prakt föstudaginn 13 mars og hana sótti fjöldi gesta þótt veður hafi sett strik í reikninginn í upphafi.
Margir gestir, íslenskir sem erlendir, litu við á sýninguna á hönnunarmars en sýningin mun standa áfram framt il 26. mars n.k. og eru hönnuðir á staðnum að selja vörur sínar.
Aðstandendur sýningarinnar hvetja sem flesta Suðurnesjamenn til þess að líta við og kynna sér skapandi kraftinn á Reykjanesi. Sýningin er í Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2.
http://www.maris.is/
https://www.facebook.com/marissudurnes