Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Sköpun og endurnýting í Heiðarskóla
Föstudagur 6. desember 2013 kl. 14:23

Sköpun og endurnýting í Heiðarskóla

Á tímum sparanaðar og aðhalds getur verið gott að kunna að nýta ýmsa hluti og efni. Það læra þessir hressu krakkar meðal annars í textíl hjá Hönnu Vilhjálmsdóttur í Heiðarskóla. Gamalt koddaver námsráðgjafans við skólann er nú orðið að geymslu fyrir sjampó og hárnæringu. Þá voru nemendurnir að sauma út jólamyndir, og flísvettlinga sem gott er að eiga í kuldakastinu þessa dagana.

Krakkarnir voru alveg til í stilla sér upp og sýna verkin sín - enda stoltir af þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig smellti blaðamaður myndum af lestrarþorpum sem skreyta veggi skólans. Þau eru afrakstur nýafstaðins lestrarátaks í þar. Stöllumar Ingunn og Elísabet, sem eru nemendur í 6. bekk, stilltu sér upp við einn veggjanna.

 


VF/Olga Björt