Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skoppa og Skrítla kveiktu á jólunum í Grindavík
Föstudagur 12. desember 2014 kl. 09:33

Skoppa og Skrítla kveiktu á jólunum í Grindavík

Myndir

Það var mikið um dýrðir í Grindavík s.l. sunnudag þegar kveikt var á jólatrénu á Landsbankatúninu svokallaða. Bæjarbúar fjölmenntu og létu kuldann lítið á sig fá. Máninn skartaði sínu fegursta þegar krakkar úr tónlistarskólanum stigu á svið og spiluðu jólalög fyrir gesti. Skoppa og Skrítla tóku líka lagið en þær vöktu sérstaka athygli ungu kynslóðarinnar. Þær sáu svo um að kveikja á jólatrénu.

Kristín María Birgisdóttir, forseti bæjarstjórnar, flutti einnig stutt ávarp fyrir bæjarbúa. Þeir bræður Stekkjastaur og Kjötkrókur mættu á svæðið en þá ætlaði allt um koll að keyra. Unglingadeildin Hafbjörg bauð upp á piparkökur og heitt súkkulaði sem rann sérstaklega vel ofan í kalda kroppa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF/myndir Eyþór Sæmundsson.