Skólaþátturinn Hnísan – 3. þáttur
Skólaþátturinn Hnísan var frumsýndur í síðustu viku á Langbestkvöldi Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þar gæddu nemendur sér á ódýrum pizzum og horfðu saman á nýbakaðan skólaþátt en hann er sá þriðji í þáttarröðinni. Þessi þáttur er nýr og ferskur og góð skemmtun fyrir unga sem aldna þar sem sýnt er frá félagslífi skólans og nokkur leikin atriði með.
Nafnið HNÍSAN kemur langt að en stofnendur þáttarins datt þetta í hug vegna hnísu sem sett var fyrir framan Verslunarskóla Íslands þegar FS og VÍ mættust í úrslitum í MORFÍs. Einhverjir ónefndir nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja eiga að hafa plantað höfrungnum þar fyrir framan en ekki er enn vitað hverjir það voru, þó margar grunsemdir hafa vaknað hjá mönnum.
Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan.
[email protected]
Hnísan (3. Þáttur - 2010/2011) from Hnísan on Vimeo.