SKÓLASTARF Í REYKJANESBÆ: EINSETNINGU LOKIÐ HAUSTIÐ 2000
Nú í upphafi skólaárs hefur verið nokkuð um að fólk hringi í Ellert Eiríksson bæjarstjóra Reykjanesbæjar til að spyrja út í yfirstandandi breytingar á skólum bæjarins.Eru skólarnir allir fullbúnir?,,Nei, það er verið að vinna í þeim öllum ennþá, en þeir eru allir kennsluhæfir. Verið er að byggja við Myllubakkaskóla, í Holtaskóla er verið að ganga frá innandyra og nýtt nemendamötuneyti í Njarðvíkurskóla er að verða tilbúið. Á næstunni verður jafnframt boðin út viðbygging við Njarðvíkurskóla. Lokafrágangur við nýja skólann okkar, Heiðarskóla, stendur yfir og það er veriða að endurbæta skólalóðir við alla skólana.”Hvenær lýkur þessum framkvæmdum ?,,Fyrsta semptember árið 2000 eiga allir grunnskólar Reykjanesbæjar að vera fullfrágengnir og einsetnir. Það er stefna bæjaryfirvalda að þá verði þeir sambærilegir að gæðum en þeir verða aldrei allir eins. Ég bið foreldra, starfsmenn og nemendur að sýna þolinmæði og skilning þar til skólarnir verða fullbúnir.”Eru einhverjar sérstakar nýjungar á döfinni?,,Þetta er í fyrsta skipti sem nemendamötuneyti er í öllum grunnskólum bæjarins og munu þau taka til starfa á næstu dögum.”Hvernig hefur gengið að fá iðnaðarmenn til starfa við skólana í sumar?,,Það hefur gengið ótrúlega vel. Öll þau fyrirtæki og starfsmenn sem hafa komið að verki hafa lagt metnað sinn í vönduð vinnubrögð og að allar tímasetningar standist til að skólarnir geti hafist á réttum tíma. Hið sama má segja um starfsmenn skólanna sem hafa lagt sig í framkróka til að þessi stóra breyting fari sem best fram. Ég vil nota tækifærið og koma bestu þökkum á framfæri til þeirra aðila sem að þessum málum hafa komið.”