Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skólaslit í Njarðvíkurskóla 2011
Miðvikudagur 8. júní 2011 kl. 16:19

Skólaslit í Njarðvíkurskóla 2011


Skólaslit Njarðvíkurskóla fóru fram við hátíðlega athöfn á sal skólans 31. maí sl. Fjölmargar viðurkenningar voru veittar til einstaka nemenda og nemendahópa. Í tíunda sinn voru valdir fyrirmyndarnemendur í hverjum umsjónarhóp, þ.e. tveir nemendur sem voru til fyrirmyndar í framkomu og sýndu framfarir og metnað í námi á skólaárinu. Eftirtaldir nemendur voru valdir fyrirmyndarnemendur skólaárið 2010-2011:

1. KB: Elmar Sveinn Einarsson og Karlotta Ísól Eysteinsdóttir
1. KI: Fannar Snævar Hauksson og Kári Snær Halldórsson
Krabbar: Alexandra Wosniak og Steinunn Jónsdóttir
Krossfiskar: Hallveig Ósk Christensen og Gunnar Geir Sigurjónsson
Kuðungar: Bryndís Björk Traustadóttir og Einar Berg Viðarsson
Álftir: Emil Breki Kristinsson og Gunnhildur Aradóttir
Heiðlóur: Sædís Lind Ívarsdóttir og Veigar Páll Alexandersson
Kríur: Hinrik Jón Reynisson og Fannar Ingi Arnbjörnsson
6. KH: Gabríel Sindri Möller og Vigdís Alma Ægisdóttir
6. SS: Alexander Þór Friðriksson og Viljar Hansen
7. RV: Bergþór Mar Gylfason og Ásta Sóley Hjálmarsdóttir
7. ÞBI: Snjólaug Ösp Jónsdóttir og Rósmarý Kristín Sigurðardóttir
8. AH: Bergsveinn Andri Halldórsson og Harpa Hrund Einarsdóttir
8. BK: Atli Karl Sigurbjartsson og Svala Sigurðardóttir
9. EJ: Sigurrós Eggertsdóttir og Margrét Ólafía Ásgeirsdóttir.
9. HK: Íris Hafþórsdóttir og Magnús Már Traustason
10. AB: Ingibjörg Ösp Konráðsdóttir og Agnes Lára Hólm
10. GS: Baldvin Lárus Sigurbjartsson og Sigurlaug Ósk Eiríksdóttir
Ösp: Hafliði Hallur Aðalsteinsson úr 7-ÞBI

Þá voru valdir fyrirmyndarbekkir, einn á yngra stigi og annar á eldra stigi. Það eru starfsmenn skólans sem koma eins að öllum bekkjum sem tilnefna fyrirmyndarbekki skólans. Á yngra stigi voru það nemendur í 1. KB sem fengu flestar tilnefningar og á eldra stigi nemendur í 10. AB. Vel við hæfi að þarna séu nemendur sem eru að hefja sína skólagöngu og nemendur sem eru að kveðja skólann eftir 10 ára skólagöngu.

Njarðvíkurskóli veitir viðurkenningu fyrir framúrskarandi ástundun til þeirra nemenda sem hafa enga skráningu á sér allt skólaárið, þ.e. 100% mætingu eða flekklausan feril. Þetta skólaár voru það fimm nemendur sem hlutu þessa viðurkenningu. Það eru Jan Baginski í Krossfiskum, (hann var einnig með 100% mætingu í fyrra) Helena Rafnsdóttir og Samúel Skjöldur Ingibjargarson í Kuðungum, Adrian Krzysztof í 6. SS og Bergþór Mar Gylfason í 7. RV.

Veittar eru viðurkenningar fyrir besta námsárangur í hverjum árgangi og voru það eftirfarandi nemendur sem fengu bókagjöf fyrir:
1. bekkur: Ingólfur Ísak Kristinsson í 1. KI
2. bekkur: Vilborg Jónsdóttir í Kuðungum, Filoreta Osmani og Fróði Kjartan Rúnarsson í Kröbbum
3. bekkur: Sverrir Þór Freysson í Kröbbum
4. bekkur: Silvia Stella Hilmarsdóttir í Álftum
5. bekkur: Brynjar Atli Bragason í Kríum
6. bekkur: Ísak Daði Ingvason í 6. KH, Aisha Regína Ögmundsdóttir og Hera Sóley Sölvadóttir í 6. SS
7. bekkur: Björk Gunnarsdóttir í 7.ÞBI
8. bekkur: Júlía Scheving Steindórsdóttir í 8. BK og Harpa Hrund Einarsdóttir í 8. AH
9. bekkur: Guðlaug Björt Júlíusdóttir í 9. HK
10. bekkur: Maciej Baginski í 10. AB
Þá voru einnig veittar viðurkenningar fyrir hæstu einkunn á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk.

4. bekkur:
-íslenska: Silvía Stella Hilmarsdóttir í Álftum og Hilmar Björn Ásgeirsson í Heiðlóum
- stærðfræði: Eva Sól Einarsdóttir í Heiðlóum og Jón Þór Eyþórsson í Kríum

7. bekkur:
-íslenska: Björk Gunnarsdóttir í 7. ÞBI
-stærðfræði: Björk Gunnarsdóttir og Rósmarý Kristín Sigurðardóttir í 7. ÞBI

Skólinn veitir viðurkenningu fyrir góðan árangur í lestri í 7. bekk og var það Þuríður Birna Björnsdóttir í 7. RV sem fékk þá viðurkenningu en hún sigraði í skólakeppni Njarðvíkurskóla í Upplestrakeppninni og lenti í 3. sæti í Stóru upplestrakeppninni. Einnig veitir skólinn viðurkenningu fyrir góðan árangur í skrift hjá nemendum í 5.-7. bekk og var það Ása Böðvarsdóttir í 7. ÞBI sem fékk þá viðurkenningu.

Síðustu daga skólaársins voru þemadagar þar sem megináherslan var á stöðvavinnu úti og tóku nemendur þátt í getraun þar sem þau svöruðu spurningum um viðburði í skólanum. Dregið var úr réttum svörum á eldra og yngra stigi og voru þeir nemendur útnefndir Útivistarsnillingar skólans. Á yngra stigi var það Margrét Guðfinna Friðriksdóttir í 1. KB og á eldra stigi var að Helena Fanney Sölvadóttir í 8. AH.

Veittar eru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur fyrir einstaka greinar í 10. bekk auk valgreina í 9. og 10. bekk. Það eru ýmis félagasamtök í nærsamfélagi skólans sem gefa verðlaunin og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
- íslenska: Íris Dögg Ingvadóttir
- stærðfræði: Maciej Baginski og Atli Marcher Pálsson
- enska: Íris Dögg Ingvadóttir
- danska: Bjarni Halldór Janusson og Íris Dögg Ingvadóttir
- norska: Agnes Lára Holm
- spænska: Sigurrós Eggertsdóttir og Marzuk Ingi Svanlaugar (í 9. bekk)
- samfélagsfræði: Maciej Baginski
- náttúrufræði: Maciej Baginski
- myndlist: Justyna Cybulska
- textílmennt: Elín Sara Færseth
- hönnun og smíði: Marcin Baryla
- heimilisfræði: Friðrík Árnason
- listir: Agnes Lára Hólm
- skrautskrift: Ingibjörg Ösp Konráðsdóttir
-umferðarnám: Svava Tanja Georgsdóttir
-íþróttir: Ólafur Ólafsson
- íþróttastúlka skólans: Eygló Alexandersdóttir
- íþróttadrengur skólans: Brynjar Þór Guðnason
-liðveisla: Anita Kristmundsdóttir Carter, Hafdís Birta Kvaran, Jóhanna Valgerður Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ýr Smáradóttir, Karolina Chudzik og Þorgils Gauti Halldórsson
- fyrir almennt góðan námsárangur: Svava Tanja Georgsdóttir, Óskar Smári Ómarsson og Baldvin Lárus Sigurbjartsson
-félagsstörf: Ingibjörg Ýr Smáradóttir
- framúrskarandi hegðun í Öspinni: Erla Sif Kristinsdóttir

Sérstök viðurkenning var veitt fyrir vinnu í þágu nemenda og var sú viðurkenning gefin í nafni Guðmundar Þórs Jóhannssonar, nemanda í útskriftarárgangi skólans sem lést síðasta sumar. Það var Baldvin Lárus Sigurbjartsson sem fékk þá viðurkenningu og voru það foreldrar Guðmundar Þórs sem afhentu.

Á skólaslitum 10. bekkjar talaði Ingibjörg Ýr Smáradóttir, fráfarandi formaður nemendafélags skólans til nemenda sem og Guðjón Sigbjörnsson umsjónarkennari í 10. bekk. Þá ávarpaði Lára Guðmundsdóttir nemendur, foreldra og starfsfólk og sleit 69. skólaári Njarðvíkurskóla.

Myndin er frá þemadögum í Njarðvíkurskóla sl. vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024