Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skólaslit Holtaskóla
Þeir Gunnar Dagur og Arnþór Ingi Ingvason hlutu margvíslega verðlaun.
Laugardagur 8. júní 2013 kl. 10:15

Skólaslit Holtaskóla

Skólaslit Holtaskóla fóru fram í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja föstudaginn 7. júní. Venju samkvæmt fóru þau fram í þrennu lagi. Jóhann Geirdal skólastjóri fór yfir helstu atburði vetrarins en einnig voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur sem og félagsstörf af ýmsum toga. Um tónlistarfluttning sá þau Alexander Grybos sem silaði á gítar og Karitas Guðrún Fanndal spilaði á píanó. Einnig söng Kór Holtaskóla tvö lög undir stjórn Styrmis Barkarsonar.

Útskrift 10. bekkjar fór einkar vel fram. Umsjónarkennarar 10. bekkja, þær Guðrún Björk og Sigrún Birta töluðu til nemenda og Gunnar Dagur Jónsson flutti erindi fyrir hönd nemenda. Veittar voru margvíslegar viðurkenningar en Gunnar Dagur og Arnþór Ingi Ingvason hlutu margvíslega verðlaun, m.a. viðurkenningu fyri hæstu skólaeinkunn. Að útskirft lokinni var útskriftarnemum og foreldrum þeirra boðið í kaffisamsæti í sal Holtaskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024