Skólaslit 2006 í Gerðaskóla
Skólaslit Gerðaskóla vorið 2006 fyrir 8.-10. bekk fóru fram í Útskálakirkju þann 1. júní sl. Athöfnin var hefðbundin, skólastjórinn, Erna M. Sveinbjarnardóttir, hélt ræðu og rifjaði meðal annars upp ýmsa atburði frá skólaárinu sem að mörgu leyti var gott. Fulltrúi nemenda, Guðrún Ósk Pálsdóttir, flutti kveðju útskriftarhópsins og Jón Árni Jóhannson, nemandi í 10. bekk og Vignir Bergmann, kennari léku tónverk á gítar. Bókaverðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur, þau hlutu Elísabet Guðjónsdóttir fyrir ensku, Birna Ásbjörnsdóttir og Elísabet Guðjónsdóttir hlutu verðlaun fyrir íslensku og dönsku, og Birna Ásbjörnsdóttir fyrir stærðfræði og samfélagsfræði. Ármann Gunnarsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í náttúrufræðum, Matthildur Hjartardóttir fyrir alhliða góðar framfarir í vetur, Jón Árni Jóhannsson fyrir störf að félagsmálum nemenda og Guðrún Ósk Pálsdóttir hlaut nýsköpunarverðlaun. Einnig voru veittir bikarar fyrir góðan árangur í í þróttum og sundi. Þá hlutu Sigurður Gunnar Sævarson og Gunnlaug Guðmundsdóttir fyrir íþróttir og Jón Árni Jóhannsson og Íris Einarsdóttir fyrir sund. Fyrir alhliða góðan námsárangur í 9. bekk fékk Una María Bergmann verðlaun og Tómas Njálsson samskonar verðlaun fyrir námsárangur í 8. bekk. Auk Gerðaskóla gáfu verðlaun Finnbogi Björnsson og frú, Sigurður Ingvarsson og frú, Penninn Keflavík, Knattspyrnufélagið Víðir og Danska sendiráðið. Þökkum við þann hlýhug sem Gerðaskóla er sýndur með þessum góðu gjöfum.
Að loknum verðlaunaafhendingum afhentu umsjónarkennarar nemendum einkunnir en skólastjóri tók svo til máls, kvaddi þá starfsmenn sem hætta störfum, veitti fyrir hönd bæjarfélagsins Jóni J. Ögmundssyni, aðstoðarskólastjóra, og Jóhanni S. Víglundsyni, kennara, viðurkenningu og þakklætisvott fyrir störf við Gerðaskóa í 25 ár. Að því loknu var útskriftarhópurinn kvaddur með nokkrum orðum og góðum óskum og skóla slitið í 133 sinn.
Útskriftarkaffi í boði foreldra og skólans var í sal skólans að lokinni athöfn í kirkjunni.
Skólaslit 1.-7. bekkjar voru 2. júní á sal skólans. Skólastjórinn hélt ræðu, tvær stúlkur úr 6. bekk, Bergrún Ásbjörnsdóttir og Úrsúla Guðjónsdóttir léku á píanó og að þessu loknu áttu nemendur kveðjustund með umsjónarkennurum sínum í heimastofum.
Starfsfólk Gerðaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra alls hins besta í sumar. Skólastarf hefst aftur að sumarleyfi loknu þann 21. ágúst . Skólasetningin verður nánar auglýst síðar.
Að loknum verðlaunaafhendingum afhentu umsjónarkennarar nemendum einkunnir en skólastjóri tók svo til máls, kvaddi þá starfsmenn sem hætta störfum, veitti fyrir hönd bæjarfélagsins Jóni J. Ögmundssyni, aðstoðarskólastjóra, og Jóhanni S. Víglundsyni, kennara, viðurkenningu og þakklætisvott fyrir störf við Gerðaskóa í 25 ár. Að því loknu var útskriftarhópurinn kvaddur með nokkrum orðum og góðum óskum og skóla slitið í 133 sinn.
Útskriftarkaffi í boði foreldra og skólans var í sal skólans að lokinni athöfn í kirkjunni.
Skólaslit 1.-7. bekkjar voru 2. júní á sal skólans. Skólastjórinn hélt ræðu, tvær stúlkur úr 6. bekk, Bergrún Ásbjörnsdóttir og Úrsúla Guðjónsdóttir léku á píanó og að þessu loknu áttu nemendur kveðjustund með umsjónarkennurum sínum í heimastofum.
Starfsfólk Gerðaskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra alls hins besta í sumar. Skólastarf hefst aftur að sumarleyfi loknu þann 21. ágúst . Skólasetningin verður nánar auglýst síðar.