Skólakrakkar kynna sér Nesvelli á starfsdögum
Nemendur í Njarðvíkurskóla heimsóttu á dögunum Nesvelli í tilefni af þemadögum en þrír hópar völdi að kynna sér starfsemina þar.
Með þeim í för voru Ástríður Sigurðardóttir kennari og Björg Sigurðardóttir leiðbeinandi.
Inga Lóa Guðmundsdóttir forstöðumaður Dagdvalar aldraðra sýndi þeim húsið og sagði þeim frá starfseminni og Jóhanna Arngrímsdóttir forstöðumaður Tómstundastarfs eldri borgara sýndi þeim aðstöðu til tómstundastarfs og sagði þeim frá starfinu þar.
www.nesvellir.is