Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 3. maí 2002 kl. 16:08

Skólakrakkar í kíló í skrúðgarðinum

9. bekkingar í Myllubakkaskóla tóku sig til og fóru í kíló í skrúðgarðinum í dag. Steinar Jóhannsson kennari ákvað að nota tækifærið og leyfa krökkunum að njóta veðursins sem hefur verið með eindæmum gott. Skipt var í tvö lið, strákar á móti stelpum og fór það svo að lokum að stelpurnar unnu. Mikil stemning var meðal krakkana þegar ljósmyndari Víkurfrétta kom á staðinn og greinilegt að þau lifðu sig inní leikinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024