Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Skólahreystiliði Stóru-Vogaskóla boðið til veislu
Guðrún og Jörundur ásamt skólahreystiliði Stóru-Vogaskóla við Gamla Pósthúsið. Mynd af vef Stóru-Vogaskóla.
Miðvikudagur 18. maí 2016 kl. 10:16

Skólahreystiliði Stóru-Vogaskóla boðið til veislu

Guðrún og Jörundur, sem reka veitingastaðinn Gamla Pósthúsið í Vogum, hétu á nemendur í Stóru-Vogaskóla sem kepptu í skólahreysti fyrir úrslitakeppnina að ef þau kæmust á pall í úrslitunum mættu þau koma og borða hjá þeim hvað sem er af matseðli í boði hússins. Eins og allir vita þá endaði Stóru-Vogaskóli í þriðja sæti í keppninni.

Föstudaginn 6. maí sl. mætti hópurinn ásamt íþróttakennara, átta samtals, og fengu konunglegar móttökur og dýrindis mat, lambafille með frönskum og tilheyrandi og flottum eftirrétti, brownies með rjóma og ís. Síðan var þakkað fyrir sig og fóru allir glaðir og saddir heim, segir í frétt á vef Stóru-Vogaskóla.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024