Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skólabúningar teknir upp í Myllubakkaskóla
Mánudagur 24. september 2007 kl. 13:56

Skólabúningar teknir upp í Myllubakkaskóla

Skólabúningar í grunnskólum landsins hafa notið sívaxandi fylgis undanfarið og voru slíkir búningar teknir í notkun í Akurskóla í fyrra eftir að ljóst var að mikill meirihluti foreldra var hlynntur þeirri hugmynd.

Foreldraráð Myllubakkaskóla hefur nú ákveðið að feta í fótspor Akurskóla og látið sauma fyrir sig búninga. Búningarnir eru af gerðinni Henson, svartir með dökkrauðri rönd, en rauður er einmitt einkennislitur Myllubakkaskóla.

Sportbúð Óskars selur gallann með saumavinnu og merkingu skólans á 5490 kr. Þetta gengur þannig fyrir sig að hver og einn pantar hjá Óskari fyrir sitt barn eða börn. Búningarnir eru fyrir alla aldurshópa en helst ætlaðir fyrir 1.-7. bekk.

Vil foreldraráðið að foreldrar hafi samband til að sjá hversu margir vilja taka þátt. Ráðið vill koma því á framfæri að það er ekki skylda að kaupa búningana heldur eingöngu valmöguleiki sem fólk hefur ef það óskar eftir því.

Þeir sem hafa áhuga eða óska eftir frekari upplýsingum, geta haft samband við
1) Guðrúnu s:820-4589 [email protected] 
2) Álfheiði s: 421-4429 og 865-6269 [email protected]  
3) Ástu s: 566-6264 og 695-6172

Þeir sem hafa áhuga gefi svar frá 25.-29. september. 1.-7.október, verður svo hægt að máta og panta hjá Óskari.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024