Skokkað á eftir strætó
Fyrstu vorboðarnir eru farnir að láta sjá sig og þannig hafa fréttir borist af því að lóan sé að koma til landsins. Við tjarnirnar á Fitjum sjást annað slagið flækingsfuglar innan um álftirnar, endurnar og gæsirnar sem þar hafa fasta viðveru.
Í gær sást þar háfættur flækingur en sá gaf sér ekki tíma til að bíða eftir ljósmyndara Víkurfrétta. Gæsin á myndinni var einnig á hraðferð og virtist vera að skokka á eftir strætó þegar ljósmyndari fangaði gæsina á mynd. VF-mynd: Hilmar Bragi