Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skógarbobbi heimsækir Keflavík í annað sinn
Mynd Reynir Sveinsson
Þriðjudagur 31. júlí 2012 kl. 13:37

Skógarbobbi heimsækir Keflavík í annað sinn

Skógarbobbi sem fannst á vörubretti við verslun Byko í Keflavík á dögunum er í fullu fjöri og til sýnis í Fræðasetrinu í Sandgerði. Starfsmenn Byko fundu snigilinn og fóru með hann til greiningar hjá Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði.

Skógarbobbi er snigill sem slæðist sjaldan til landsins og þá með varningi. Er kunnugt um sjö tilvik og er þetta í annað sinn sem skógarbobbi finnst hjá Byko í Keflavík en áður kíkti hann í heimsókn árið 2008.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024