Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skoðuðu einu herþotuna sem herinn skildi eftir
Söguferðaþjónustufólk ásamt Hjálmari Árnasyni, leiðsögumanni.
Laugardagur 1. mars 2014 kl. 10:00

Skoðuðu einu herþotuna sem herinn skildi eftir

- Samtök um söguferðaþjónustu fóru í leiðsagnarferð.

Þátttakendur á málþingi Samtaka um söguferðaþjónustu, sem haldið er í dag og á morgun, fóru meðal annars í skoðunarferð um Patterson hluta Keflavíkurflugvallar. Hjálmar Árnason, leiðsögumaður, fræddi hópinn um byggingar og svæðu á vellinum; hlutverk þeirra fyrr og nú.

Sprengjuheld þotuskýli, með eins og hálfs meters þykka veggi, vöktu mikla athygli og fékk hópurinn að stíga þar út rútunni og fara inn í eitt skýlið. Þar inni var eina þotan sem ameríski herinn skildi eftir, F4 Phantom, og er hún höfð þar sem sýningargripur. Víkurfréttir voru á staðnum og smellt af myndum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fulltrúi Víkingaheima var með í för og stillti sér upp við þotuna á viðeigandi hátt.

Þotan var skoðuð í bak og fyrir og margar myndir teknar.

VF/Olga Björt