Skoðar glæpastarfsemi á Íslandi
Í kvöld hefst sýning á fimm frétta seríu á Stöð 2 þar sem tekið er á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi. Það er Jóhannes Kr. Kristjánsson, fréttamaður á Stöð 2, sem tekið hefur saman efni í fréttirnar ásamt Steingrími Þórðarsyni, sem framleiðir Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Jóhannes starfaði áður sem blaðamaður á Víkurféttum, áður en hann var ráðinn yfir á Stöð 2 síðasta vetur.
Jóhannes segist í samtali við Víkurfréttir vera að skoða það í þessari fréttaseríu hvort skipulögð glæpastarfsemi hafi náð að skjóta rótum á Íslandi. Í fréttaseríunni er m.a. leitað fanga á Suðurnesjum og kemur Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar við sögu. Leifsstöð er stærsta hliðið inn í landið og í fréttunum er skoðað hvað þar er gert til að sporna við glæpum.
Mikil vinna liggur á bakvið efnisöflun í fréttirnar fimm sem samtals taka um 20 mínútur í sýningu. Jóhannes sagði verkefnið hafa verið áhugavert en vill ekki upplýsa nánar um innihald fréttanna. Fólk verði bara að fylgjast með og er fyrsta fréttin flutt í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld.
Jóhannes segist í samtali við Víkurfréttir vera að skoða það í þessari fréttaseríu hvort skipulögð glæpastarfsemi hafi náð að skjóta rótum á Íslandi. Í fréttaseríunni er m.a. leitað fanga á Suðurnesjum og kemur Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar við sögu. Leifsstöð er stærsta hliðið inn í landið og í fréttunum er skoðað hvað þar er gert til að sporna við glæpum.
Mikil vinna liggur á bakvið efnisöflun í fréttirnar fimm sem samtals taka um 20 mínútur í sýningu. Jóhannes sagði verkefnið hafa verið áhugavert en vill ekki upplýsa nánar um innihald fréttanna. Fólk verði bara að fylgjast með og er fyrsta fréttin flutt í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld.