SKÍRT ÚTI Í GÓÐVIÐRINU
Sigfús Ingvason, prestur í Keflavíkursókn var á þönum sl. sunnudag og skírði fimm börn eftir hádegi. Í tveimur þeirra sem voru í heimahúsi bauð hann foreldrunum að fara með skírnina út í góða veðrið sem þeim þótti tilvalið að gera. „Ég hef stundum gert þetta ef aðstæður hafa leyft. Þetta er mjög skemmtilegt að nota veðrið þegar það gefst“, sagði Sigfús hress að vanda þrátt fyrir annríki þennan sunnudag. Meðfylgjandi myndir voru teknar í skírn hjá þeim Kristínu Jónu Hilmarsdóttur og Garðari Katli Vilhjálmssyni í Keflavík. Nýfædd dóttir þeirra og þriðja barn var skírð Katla Rún. Bræðurnir Ásgeir Elvar og Brynjar Freyr og aðrir ættingjar fylgdust stoltir með og nutu veðurblíðunnar.