Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skipulagðar gönguferðir um Reykjanes 6. árið í röð
Fimmtudagur 23. maí 2013 kl. 15:53

Skipulagðar gönguferðir um Reykjanes 6. árið í röð

Sjötta árið í röð er nú boðið er upp á metnaðarfulla göngudagskrá um Reykjanesið undir leiðsögn Rannveigar Garðarsdóttur leiðsögumanns í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.

HS Orka hf hefur verið styrktaraðili frá upphafi. Aðrir styrktaraðilar eru HS Veitur hf og Bláa Lónið. Verkefnið er unnið í samvinnu við Víkurfréttir, Hópferðir Sævars, Björgunarsveitina Suðurnes og 66°N.

Í boði verða alls tíu göngur á tímabilinu júní til ágúst. Um er að ræða léttar göngur í bland við erfiðari og lengri fjallgöngur. Í leiðalýsingu fyrir gönguferðirnar er tilgreint hvað hver ganga tekur langan tíma, erfiðleikastig og hvort göngu ljúki á sama stað og hún hófst á. Rúta mun fara með göngufólk í allar göngurnar. Áætlaður tími gerir ekki ráð fyrir ferðatíma til og frá göngustað sem getur verið breytilegur. Í hverri göngu er tekin nestispása þar sem sagt er frá ýmsum fróðleik um nánasta umhverfi.

Dagskrá fyrir sumarið 2013 er að finna hér.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024