Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skiptinemarnir kvöddu frá Reykjanesbæ
Mánudagur 23. júní 2008 kl. 10:34

Skiptinemarnir kvöddu frá Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skiptinemar sem dvöldu á Íslandi á vegum AFS í vetur fóru af landi brott sl. sunnudag. Eftir að þau höfðu kvatt fjölskyldur og vini þá eyddu þau síðasta sólarhringnum saman. Þau gistu í Heiðarskóla í Reykjanesbæ og var mikil spenna í loftinu, blendnar tilfinningar.
Skiptinemarnir eru á aldrinum 16-19 ára og voru í mennta- og fjölbrautaskólum víða um land.
Þrír nemar voru í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vetur og er óljóst hve margir verða næsta vetur.
Að sögn Sólveigar Vilhjálmsdóttir, sjálfboðaliða AFS og fyrrum skiptinema, er nú verið að taka við umsóknum fyrir skiptinema. 22.ágúst eru væntanlegir rúmlega 40-50 erlendir skiptinemar til Íslands. Þeir koma frá Asíu, Evrópu, Suður-Ameríku, Ástralíu og Bandaríkjunum.




Myndir neðri:
Ingibjörg, Kristín, Sólveig og Guðmunda, sjálfboðaliðar frá AFS sáu um krakkana síðasta sólarhringinn.

Mynd efri:
Skiptinemahópurinn í Heiðarskóla síðasta daginn á Íslandi.

Myndir-VF/IngaSæm