Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skipslúðrar þeyttir til heiðurs Ásgeiri
Ásgeir um borð í Óðni á dögunum. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 7. júlí 2023 kl. 06:37

Skipslúðrar þeyttir til heiðurs Ásgeiri

Forseti Íslands um borð í safnskipinu Óðni

Safnskipið Óðinn þeytti skipslúðra sína skammt undan landi neðan við Útskála í Garði á sunnudagskvöld. Óðinn var á leið sinni frá Reykjavík til Vestmannaeyja þar sem skipið var til sýnis í tilefni af goslokahátíð, en 50 ár eru liðin frá lokum eldgossins í Heimaey.

Ástæða þess að skipslúðrarnir voru þeyttir fyrir utan Garðinn var til að heiðra Ásgeir Magnús Hjálmarsson sem nýlega varð áttræður. Ásgeir er mikill safnamaður og er frumkvöðull að stofnun Byggðasafnsins á Garðskaga, auk þess að hafa komið upp sínu einkasafni í Garðinum. Tveir Garðmenn, þeir Ásgeir og Hilmar Bragi Bárðarson, blaðamaður Víkur-frétta, voru á dögunum sérstakir gestir um borð í Óðni þegar áhöfnin hélt æfingu á Faxaflóa fyrir Vestmannaeyjaförina. Safnskipsmenn á Óðni vildu þar þakka þeim sitt framlag til safnamála. Ásgeir hefur m.a. safnað sjóminjum og Hilmar Bragi vann síðasta vetur að heimildamynd um björgunarafrek sem unnið var á Óðni fyrir aldarfjórðungi síðan í hafinu suður og vestur af Íslandi. Þess má til gamans geta að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var farþegi um borð í Óðni á sunnudagskvöld og fór með skipinu til Eyja. Ljósmyndirnar tók Hilmar Bragi af varðskipinu sem var prýtt forsetafánanum þegar það sigldi framhjá Garðinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024