Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skínandi skötustemning á Þorláksmessu
Kátína einkenndi stemninguna á Nesvöllum. VF-myndir Olga Björt.
Þriðjudagur 23. desember 2014 kl. 13:50

Skínandi skötustemning á Þorláksmessu

Ilm og fnyk lagði um Reykjanesbæ og nágrenni.

Þorláksmessa hefur farið vel af stað og var ýmist óþefur eða ilmur um bæinn, fór eftir smekk hvers og eins. Víða í mötuneytum og á einstaka veitingastað var boðið upp á skötuhlaðborð í hádeginu, m.a. í Offiseraklúbbnum, á Nesvöllum og á Réttinum og fjöldi fólks, ungir sem gamlir, fengu sér skötu. Á Nesvöllum var ein sjötug kona að smakka skötu í fyrsta sinn, en borðherra hennar sagðist hafa um ævina stundum borðað skötu oftar en einu sinni í viku, árið um kring. Sumir hefðu viljað hafa skötuna kæstari en viðmælendur Víkurfrétta voru þó sammála um að alltaf væri hún þó dásamlega góð. 

Þeir sem ekki vildu skötu gátu fengið saltfisk, plokkfisk, gratíneraðan fisk og meira að segja var sums staðar boðið upp á síld og rúgbrauð. Svo var bara kallað á kokkinn til að fá aukaskammt af hömsum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dæmigerður skötuveisludiskur - fyrir hamsatólgarskammt. 

Lifandi jólatónlist á Nesvöllum. 

Löng röð sem gekk þó afar vel fyrir sig. 

Ungir sem aldnir saman komnir. 

Aðeins meiri hamsa, takk kæra fröken. 

Glæsilegt hlaðborð í Offiseraklúbbnum. 

Meiri hamsa hér, þakka þér. 

Ungur og efnilegur skötuunnandi ásamt fylgdaflokki og verndurum. 

Almenn ánægja með skötuveisluna. 

Fulltrúi Vísiskórsins sagði nóg framundan að gera hjá kórnum. 


Maggi á Réttinum kannar hvort skatan sé ekki fullkomlega kæst. VF-mynd Pket.

Skata bíður þess að vera borin á borð og etin. VF-mynd Pket. 
 

Mási lögga, stundum kallaður Simbi, var nýbúinn að sporðrenna vænum skammti, alsæll. 

Hulda Rut hjá Réttinum, hlý og jákvæð að vanda.

VF/Olga Björt.