Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skeytasala Heiðabúa
Mánudagur 7. mars 2005 kl. 17:19

Skeytasala Heiðabúa

Skátafelagið Heiðarbúar mun standa fyrir sölu fermingarskeyta í ár líkt og mörg undanfarin ár, en sala slíkra skeyta hefur verið ein af helstu fjáröflunarleiðum félagsins í gegnum tíðina.

Boðið er upp á fimm tegundir skátaskeyta og getur fólk valið sér mismunandi texta í flest skeytin. Öll skeyti eru borinn út til fermingarbarna á fermingardaginn sjálfan, og kosta kr. 500

Opið er í skeytasölunni í Skátahúsinu að Hringbraut 101 í Keflavík frá 11:00 til 19:00 og pöntunarsíminn er 421 3190.

Þá daga sem fermt er í Garði og Sandgerði er opið í skátahúsunum þar milli 11:00 og 18:00.

Skátahúsið í Garði er staðsett að Heiðarbraut 4 og Skátahúsið í Sandgerði er við Grunnskólinn í Sandgerði.

Meðfylgjandi er mynd af nýjasta skátaskeyti Heiðabúa, það var teiknað af Stefáni Jónssyni og sýnir svipmyndir af merkum stöðum í sveitarfélaginu Garði.

Af vef Reykjanesbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024