Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skessutár í Skessuhelli
Föstudagur 19. september 2008 kl. 09:46

Skessutár í Skessuhelli

Reykjanesbær efndi í gær til árlegs þakkarhófs eftir Ljósanótt þar sem styrktaraðilum hátíðarinnar er þakkað með formlegum hætti. Athöfnin fór að þessu sinni fram í Skessuhellinum og var því vel við hæfi að afhenda styrktaraðilum Skessutár, fallegan glerskúlptúr frá Iceglass.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósnæturhátíðin hefur ávallt átt sterka bakhjarla í þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrkja hátíðina og gera hana að því sem hún er ásamt öllu því listafólki og skemmtikröftum sem koma að hátíðinni með ýmsum hætti.
Við þetta tækifæri voru undirritaðir nokkrir samningar vegna næstu Ljósanætur en þá stendur til að efna til veglegrar atvinnusýningar og er undirbúningur þegar hafinn.

VF-myndir/elg: Árni Sigfússon, bæjarstjóri, og Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, stóðu í rúmi skessunnar og afhentu Skessutárið.