Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Mannlíf

Skessumílan - heilsuefling fyrir alla fjölskylduna
Þriðjudagur 2. júní 2020 kl. 14:46

Skessumílan - heilsuefling fyrir alla fjölskylduna

Fimmtudaginn 4. júní munu Reykjanesbær og Skessan í hellinum standa fyrir heilsueflingarviðburði fyrir alla fjölskylduna, þar sem gengið eða skokkað verður frá hafnarvoginni við Keflavíkurhöfn og út í smábátahöfnina eftir göngustígnum við sjávarsíðuna.

Um er að ræða 1,6 km langa gönguferð eða skokk þar sem allir geta tekið þátt og notið útivistar í okkar fallega sveitarfélagi. Bæjarstjórinn og Skessan munu taka þátt og vonandi sem flestir bæjarbúar, ungir jafnt sem aldnir.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Allir sem ljúka göngunni og skila inn þátttökunúmerunum hafa möguleika að vera dregnir út og vinna heilsueflingarglaðning.  Þegar allir þátttakendur eru komnir í mark mun jógabílinn sjá um að liðka þátttakendur.

 

Dagskrá:

  • Mæting: kl. 16:30 við Hafnarvogina fyrir ofan Keflavíkurhöfn
  • Ræsing:  kl. 16:45
  • Jógabíllinn við smábátahöfnina kl.: 17:15
  • Útdráttur - heilsueflingarglaðningar:  kl. 17:45
  • Dagskrárlok eru áætluð kl. 18:00

 

Framkvæmd  er í höndum 3N og Reykjanesbæjar.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25