Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skessudagar í Reykjanesbæ
Föstudagur 13. nóvember 2009 kl. 13:16

Skessudagar í Reykjanesbæ

Skessudagar verða haldnir í Reykjanesbæ í annað sinn helgina 14. og 15. Nóvember en markmiðið með hátíðinni er a safna saman tækifærum sem bjóðast fjölskyldunni allri til samvista og leikja.


Það er Skessan í hellinum sem býður til hátíðarinnar og því eru dagarnir kenndir við hana en hún er alltaf svo glöð að fá börn í heimsókn í hellinn sinn. Skessan er nýflutt til Reykjanesbæjar og hefur eignast þar fjölda vina, hellir hennar er opinn allt árið og oft er þangað straumur af börnum, sérstaklega um helgar en þar situr Skessan í ruggustól í eldhúsinu sín og blundar á milli þess sem hún tekur á móti gestum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Við erum fjölskylduvænt samfélag og við viljum í samvinnu við félög, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu safna saman þeim tækifærum sem bjóðast til samverustunda og leikja. Okkur finnst mikilvægt nú í skammdeginu að við hlúum að börnunum okkar og finnum eins margar samverustundir með þeim og mögulegt er”, segir Árni Sigfússon bæjarstjóri um barnahátíðina í Reykjanesbæ en þess má geta að kveikt verður fyrr á jólalýsingu við götur í bænum til þess að skapa skemmtilega stemningu á hátíðinni.
“Skessan er einn nýjasti íbúinn í Reykjanesbæ og hún vill taka þátt í þessu átaki. Við hvetjum krakka til að skrifa henni bréf og koma þeim til hennar um helgina,“


Boðið verður upp á skemmtilega dagskrá um allan bæ og áhersla er lögð á að skapa tækifæri til athafna í rólegu umhverfi í skammdeginu og má þar nefna pappírsbroti – listasmiðju þar sem fjölskyldan getur lært að brjóta saman bát eða gogg, ratleik í bátasafninu þar sem eru yfir 100 bátalíkön og eins opnar í Listasafni Reykjanesbæjar skemmtileg sýning á gömlum leikföngum ömmu og afa. Það verður því hægt að fara í ferðalag með barnabörnunum um tímann og jafnvel upplifa brot af eigin bernsku á ný.


Börnin eru í forgangi á skessudögum og meðal dagskrárviðburða má nefna smíði víkingasverða í Víkingaheimum, nýju safni þar sem skoða má sögu vikinganna og víkingaskipið Íslending. Börnin geta klætt sig í víkingabúninga, hitt alvöru víkinga og hlýtt á sögur frá ferðum þeirra til Íslands um borð í skipinu.


Vinkona skessunar kemur í heimsókn í helli hennar á laugardeginum og þar verður boðið upp á heitt súkkulaði en börn sem eru hætt að nota snuð geta sett það á jólatré skessunnar sem hún er búin að setja upp en þannig ætlar hún að skreyta hellinn sinn. Einnig geta börn komið með bréf eða myndir til skessunnar og sett í póstkassann hennar.


Vinkona skessunnar mun líta við og segja sögur en einnig hefur skessan óskað eftir snuðum til þess að skreyta með hellinn sinn. Opnaður verður nýr vefur skessunnar skessan.is en þar má finna ýmsan fróðleik um þennan nýja íbúa bæjarins auk þess sem hægt verður að leysa þrautir og prenta út og lita myndir af skessunni.


Lesið verður úr bók um Einar Áskel á bókasafninu og í Vatnaveröld vatnsleikjagarði verður hægt að fara í sjóræningjaleit og taka með sér dót i laugina. Þar verður boðið upp á safa og heitt kaffi verður á könninni.


Á Ásbrú þar sem áður var varnarstöð verður hægt að fara á brennóboltamót í skautahöllinni í boði Háskólavalla, barnaball í félagsmiðstöðinni Fjörheimum sem áður hýsti félagsmiðstöð einhleypra hermanna eða leyft börnunum að klifra og leika sér í leiktækjum í ifullkomnum nnileikjagarði.
Hjálpræðisherinn á Ásbrú býður upp á einstaka hátíð fyrir einstök börn en þar mun hinn landsþekkti töfrastrákur Einar einstaki sýna listir sínar auk þess sem gospelkrakkar verða með samsöng og aðrar skemmtilegar uppákomur.


Í Keflavíkurkirkju verður boðið upp á popp í kirkjunni í sunnudagaskólanum. Hvort það er ætt popp eða popplög verður bara að koma í ljós.


Þeir sem vilja hreyfa sig

Þeir sem vilja hreyfa sig geta tekið þátt í hjólabrettamóti í Svartholinu sem er línuskauta- og hjólabrettagarður í menningarmiðstöð ungs fólks að Hafnargötu 88. Einnig verður hægt að grípa í kylfu og spila innigolf hjá golfklúbbnum eða rifja upp gömlu leikina í íþróttahúsi Akurskóla.


Það er svo tilvalið að enda daginn á því að kíkja á barna- og unglingasöngleikinn Bugsy Malone sem nú er sýndur hjá unglingadeild Leikfélags Keflavíkur en alls taka um 60 börn þátt í uppfærslunni. Sýningarnar hefjast kl. 16:00 báða dagana.


Það er von skipuleggjenda að fjölskyldan geti tekið saman þátt í fjölbreyttum viðburðum um þessa helgi og leyft sér að vera “barnaleg”.


Hægt er að sjá frekari uppl. um dagskrá barnahátíðarinnar á skessan.is.