Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skessa flytur til Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 24. júlí 2008 kl. 15:24

Skessa flytur til Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framkvæmdir við heimili skessunnar úr ævintýrinu um Siggu og skessuna eru hafnar í Reykjanesbæ. Skessan hefur valið sér heimili við smábátahöfnina í Gróf og þar er nú unnið að því að hlaða útveggi á heimili skessunnar. Skessan sjálf hefur haldið sig á Vallarheiði og safnar krafti í Listamiðstöðinni þar til hún mun leggja land undir fót og flytja með sitt hafurtask í nýja heimilið við smábátahöfnina. Það verður á Ljósanótt sem innflutningspartý skessunnar verður haldið.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson