Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtun í kvöld fyrir unga fólkið
Föstudagur 27. ágúst 2010 kl. 15:25

Skemmtun í kvöld fyrir unga fólkið

Í kvöld föstudaginn 27. ágúst klukkan 20°° fer fram skemmtun fyrir ungt fólk á hátíðarsvæði við höfnina. Margt skemmtilegt er í boði og má þar nefna Ara Eldjárn uppistandara í boði Ný-fisks. Ástþór Óðinn tónlistarmaður og hljómsveitin Æla mæta á svið og síðan skemmta Erpur Eyvindar og Dj Gauti ásamt hljómsveitinni Ourlives. Frá þessu er greint á Sandgerdisdagar.is


Hér að neðan er umfjöllun um hljómsveitina Ælu sem spilar í kvöld, en það eru nokkrir heimamenn í bandinu sem eru að koma saman aftur:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Æla er hljómsveit sem varð til undir gamla sviðinu í samkomuhúsinu í Sandgerði árið 2003. Þá stóð til að halda sjómannaball en vantaði hljómsveit til að spila í hléi. Eftir erfiða og háskalega sjóferð var hent saman í hljómsveit sem skyldist kallast Æla.

Hún starfar enn og gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2007 sem bar nafnið „Sýnið tillitssemi, ég er frávik". Hljómsveitin Æla hefur síðan þá verið ötul í spilamennsku víða um heiminn, farið í tvö tónleikaferðalög til Englands og einu sinni til Frakkland og tekið þátt í íslensku tónleikahátíðinni Iceland Airwaves öll ár síðan 2005.

Jafnframt hafa forsprakkar Ælu borið höfuð og herðar af tónlistarhátíðinni Rockville sem hefur einnig verið haldin árlega frá árinu 2005 í Reykjanesbæ og er fyrirhuguð nú á Ljósanótt 2010. Sem stendur er Æla að taka upp sína aðra breiðskífu og má búast við að hún komi út fyrir árslok 2010.