Skemmtun fyrir fatlaða á laugardag
– „Ástvaldarballið“ á laugardaginn
	„Ég er eins og ég er“ er nýtt nafn á „Ástvaldarballinu“ sem haldið verður á laugardaginn í Oddfellowhúsinu í Grófinni 6 í Keflavík. Ástvaldur Ragnar Bjarnason átti hugmyndina að ballinu sem haldið var í fyrsta skipti fyrir síðustu jól en honum innan handar voru þeir Örlygur Örlygsson og Eiður Eyjólfsson. Ástvaldur vildi breyta nafninu á ballinu og því varð „Ég er eins og ég er“ fyrir valinu.
	
	Ballið verður á laugardaginn kl. 15-17 og á boðstólnum verður frábær skemmtun, pizza, gos og stanslaust stuð. Von er á óvæntum leynigesti sem mun troða upp og sjá um tónlistina..
	
	Helstu styrktaraðilar skemmtunarinnar eru Ungó, Hljómahöll, Ölgerðin, Nettó og Oddfellow. Ballið er fyrir fatlaða einstaklinga á Suðurnesjum og eru allir velkomnir.


-1.jpg) 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				