Skemmtistaðir vel sóttir á gamlárskvöld
Mikill fjöldi fólks sóttu skemmtistaði bæjarins á gamlárskvöld en flestir staðirnir voru troðfullir. Staðirnir opnuðu milli 1 og 2 eftir miðnætti og þá með einhverja listamenn fólki til skemmtunar. Rólegt var hjá lögreglunni þetta kvöld og óvenju gott en lítið var um uppsteit hjá mönnum. Staðirnir voru opnir mislengi. Sumir lokuðu 04:30 en aðrir voru opnir til 06:30.
VF-Myndir/siggijóns