Skemmtisigling og grill í Sandgerði á sjómannadaginn
Sjómannadagurinn í Sandgerði verður haldinn hátíðlegur alla helgina.
Dagskráin byrjar laugardaginn kl. 13:30 á skemmtisiglingu með hvalaskoðunarskipinu Moby Dick. Seinna um daginn verður dorgveiðikeppni fyrir fiskna Sandgerðinga og að henni lokinni verður boðið upp á pylsur og Svala. Um kvöldið verður síðan slegið upp diskóteki í Skýjaborg fyrir 16 ára og yngir. Á meðan geta hinir eldri gætt sér á sjávarréttahlaðborði á Vitanum.
Dagskrá sunnudagsins hefst með hefðbundinni skrúðgöngu frá Björgunarstöðinni. Hátíðahöld við höfnina hefjast síðan kl. 13:30. Ræðumaður dagsins er Benedikt Valsson framkvæmdastjóri FFSÍ. Auk þess verða leiktæki fyrir börnin, Jet-ski leiga og margt fleira. Að loknum hátíðarhöldum verður kaffisala í samkomuhúsinu.
Dagskráin byrjar laugardaginn kl. 13:30 á skemmtisiglingu með hvalaskoðunarskipinu Moby Dick. Seinna um daginn verður dorgveiðikeppni fyrir fiskna Sandgerðinga og að henni lokinni verður boðið upp á pylsur og Svala. Um kvöldið verður síðan slegið upp diskóteki í Skýjaborg fyrir 16 ára og yngir. Á meðan geta hinir eldri gætt sér á sjávarréttahlaðborði á Vitanum.
Dagskrá sunnudagsins hefst með hefðbundinni skrúðgöngu frá Björgunarstöðinni. Hátíðahöld við höfnina hefjast síðan kl. 13:30. Ræðumaður dagsins er Benedikt Valsson framkvæmdastjóri FFSÍ. Auk þess verða leiktæki fyrir börnin, Jet-ski leiga og margt fleira. Að loknum hátíðarhöldum verður kaffisala í samkomuhúsinu.