Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Mannlíf

Skemmtilegt sagnarölt í Höfnum
Sigrún Jónsdóttir Franklín fór um Hafnirnar og sagði frá ýmsu skemmtilegu og merkilegu úr sögu staðarins. VF-myndir/pket.
Þriðjudagur 4. september 2018 kl. 16:17

Skemmtilegt sagnarölt í Höfnum

- Magnús og Jóhann sungu í Kirkjuvogskirkju

Veðurguðirnir voru í sínu besta skapi þegar Ljósanæturgestir mættu í sagnarölt í Höfnum á Reykjanesi á sunnudag á Ljósanótt. Fjöldi fólks mætti til að ganga með Sigrúnu Jónsdóttur Franklín, menningarmiðlara en hún fræddi gesti um fjölmargt skemmtilegt úr sögu Hafna.

Þetta minnsta hverfi Reykjanesbæjar á sér langa sögu enda var þarna fyrir sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna, sveitafélagið Hafnir. Á 19. öld voru merkir menn sem létu til sín taka í samfélaginu og atvinnulífinu. Sigrún sagði t.d. frá Kötlunum sem voru þrír og voru þeir feðgar atkvæðamiklir, komu frá bænum Kotvogi en þegar mest var voru þar 50 til 60 sjómenn á vertíðum sem sóttu sjóinn undir þeirra stjórn. Ketill Ketilsson annar stóð fyrir byggingu Hvalsneskirkju í tvígang en sú fyrri fauk og eyðilagðist í óveðri. Seinni byggingin þótti ganga að honum í fjármálum og var hann að komast í vandræði en eftir að byggingunni lauk fór honum að ganga allt í haginn á ný. Sigrún sagði líka frá tilurð járnkrossa sem eru í Kirkjuvogskirkjugarði, fjallaði um Jamestown skipsstrandið en fjölmargar byggingar á Suðurnesjum voru byggðar úr timbri úr skipinu. Tómas Knútsson bætti við söguna og sagði frá félagi sem hefur verið stofnað í kringum Jamestown strandið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hópur fólks úr Höfnum og sem tengist staðnum hafa undanfarnar Ljósanætur boðið upp á tónleika og þá hefur verið boðið upp á kaffitveitingar í félagsheimilinu og þar var líka ljósmyndasýning úr Höfnunum. Tónlistarkonan Elísa Newman býr í Höfnum og hefur undanfarin ár haldið utan um tónleika í Kirkjuvogskirkju. Nú voru þeir félagar Magnús og Jóhann með tónleika og komust færri að en vildu. Elísa flutti nokkur lög á undan þeim.



Fjölmargir sóttu kynninguna og þá komu einnig margir í kaffi í félagsheimilið, gamla skólann.



Magnús og Jóhann komu fram í kirkjunni í fyrsta sinn. Elísa lék nokkur lög á undan.