Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Mannlíf

Skemmtilegt kaffihúsakvöld í Eldey
Laugardagur 15. september 2012 kl. 08:19

Skemmtilegt kaffihúsakvöld í Eldey

Það var fullt út að dyrum og frábær stemmning á kaffihúsakvöldi hönnuða í Eldey á fimmtudaginn síðastliðinn, en þessi kvöld verða reglulegur viðburður fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði fram að jólum.

Meðal þess sem var á dagskrá var að Brynja Aðalbergsdóttir leikskólastjóri sagði frá mastersverkefni sínu „Viltu biðja jólasveininn um að gefa mér íslenskt nammi í skóinn?" en þar segir af „kanamenningu" í Keflavík og samfélagslegum áhrifum af setu varnarliðsins á Miðnesheiði á menningu og daglegt líf.

Skemmtileg umræða skapaðist um umræðuefnið enda þekkja flestir sögur af „Vellinum“ og fróðlegt var að heyra um þau áhrif sem rekja má til veru þeirra á Suðurnesjum í hálfa öld.

Boðið var upp á kaffi, te og heimabakað á staðnum gegn frálsu framlagi og að loknum fyrirlestri voru vinnusmiðjur í Eldey opnar fyrir áhugasama.

Næsta kaffihúsakvöld verður fimmtudaginn 4. október kl. 20:00.

Dubliner
Dubliner