Skemmtilegt jólaskákmót
Samsuð og Krakkaskák.is héldu árlegt jólaskákmót í gær. Að þessu sinni var það haldið í Grunnskóla Grindavíkur og var fyrir öll börn á Suðurnesjasvæðinu. Þátttaka var góð en keppt var með skákklukkum með 10 mínútna umhugsunartíma.
Keppt var í tveimur aldursflokkum, annars vegar 7-10 ára og hins vegar 11-16 ára. Hart var barist við skákborðin og sáust mörg glæsileg tilþrif. Megintilgangur með mótinu var að fá krakkana til að vera með en úrslitin urðu þessi:
Yngri flokkur, drengir:
	1) Kamil Malinowski, Grunnskóli Grindavíkur.
	2) Þórarinn Gunnlaugsson, Grunnskóli Grindavíkur.
	3) Jón Fannar Sigurðsson, Grunnskóli Grindavíkur.
Yngri flokkur, stúlkur:
	1) Hekla Eik Nökkvadóttir, Grunnskóli Grindavíkur.
	2) Birta María Pétursdóttir, Grunnskóli Grindavíkur.
Eldri strákar:
	1. Gísli Freyr Pálmarsson, Myllubakkaskóli.
	2. Ólafur Freyr Sigurbjargarson, Grunnskóli Grindavíkur.
	3. Magnús Snær Dagbjartsson, Sæmundarskóli.
Nettó gaf 15 glæsilega happadrættisvinninga sem dregnir voru út í lokin.
	
	
	
	
	
	


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				