Skemmtilegt jólaleikrit fyrir alla fjölskylduna
Frábær leikaraefni í unglingadeild Leikfélags Keflavíkur frumsýndu í dag jólaleikritið „Daginn fyrir jól” við góða aðsókn. Höfundar verksins eru leikfélagsgúrúarnir Arnór Sindri Sölvason og Jón Bjarni Ísaksson en þeir sjá einnig um leikstjórn undir styrkri handleiðslu Gustavs Helga Haraldssonar.
Næsta sýning er á morgun, sunnudaginn 12. des. Kl. 14.00. Frítt er inn fyrir alla á meðan húsrúm leyfir. Sýnt er í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17.
Svipmyndir frá frumsýningunni eru komnar á ljósmyndavefinn hér á vf.is.
Ljósmynd/elg