Mánudagur 22. febrúar 2016 kl. 10:30
				  
				Skemmtilegt framtak foreldris í Vogum
				- Sýndi nemendum ýmsar fiskitegundir
				
				
				
	Sjómaðurinn Atli Þór Gunnarsson kíkti í heimsókn í Stóru-Vogaskóla síðastliðinn fimmtudag og sýndi nemendum ýmsar fiskitegundir. Krakkarnir voru mjög áhugasamir um fiskana og bauð mötuneytið upp á fisk í hádeginu svo fimmtudagurinn var sannkallaður fiskidagur í Stóru-Vogaskóla.