Skemmtilegir viðburðir
Um síðustu helgi átti ég þess kost að njóta tveggja bráðskemmtilegra menningarviðburða heimamanna í Reykjanesbæ. Á föstudagskvöld fór ég á leiksýningu hjá unglingadeild Leikfélags Keflavíkur í Frumleikhúsinu og á laugardag naut ég þess að hlýða á tónleika Karlakórs Keflavíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Er skemmst frá að segja að báðir þessir viðburðir voru það skemmtilegir að mér finnst ástæða til þess að setjast niður og þakka fyrir mig. Leiksýningin.
Unglingadeild LK hefur haldið uppi þróttmiklu starfi um árabil og margir af helstu leikurum félagsins hafa stigið sín fyrstu spor innan unglingadeildarinnar. Sýningin ,,Þetta er allt vitleysa Snjólfur” er bæði hröð og skemmtileg. Með leikritinu er höfundurinn, Guðjón Sigvaldason, að vekja athygli ungs fólks á hættunum sem fylgja eiturlyfjaneyslu og kom leikstjórinn, Kjartan Guðjónsson, því til skila á mjög kraftmikinn hátt. Leikararnir stóðu sig allir mjög vel. Nokkur ný andlit voru í leikarahópnum innan um hina sem oft hafa sést á fjölum Frumleikhússins. Kjartan hefur náð að virkja þann mikla kraft sem í ungmennunum býr og var sérstaklega gaman að sjá og heyra hvernig hann nýtti sér aðra hæfileika þeirra eins og til dæmis í hljóðfæraleik og dansi. Það er full ástæða til þess að hvetja bæjarbúa til þess að sjá þessa sýningu unglingadeildarinnar og þá sérstaklega börn og unglinga. Með mér á sýningunni var 11 ára dóttir mín og 2 vinkonur hennar og þurftu þær mikið að spyrja að sýningu lokinni. Það var greinilegt að leikritið hafði vakið upp spurningar í hugum þeirra. Við unga fólkið í Leikfélaginu vil ég segja; takk kærlega fyrir okkur, sýningin ykkar var mjög skemmtileg, þið stóðuð ykkur frábærlega og endilega haldið áfram á þessari braut.
Tónleikarnir.
Karlakór Keflavíkur var stofnaður þ. 1. des. 1953 og verður því 50 ára þ. 1. des. nk. Á þeim tíma sem kórinn var stofnaður var mikil gerjun í menningarlífinu í Keflavík sem leiddi af sér stofnun kórsins, tónlistarfélagsins og tónlistarskólans á 4 ára tímabili frá 1953-1957. Á tónleikunum sagði formaðurinn, Steinn Erlingsson, að tónleikarnir væru hinir fyrstu í tónleikaröð sem kórinn hyggst standa fyrir á afmælisárinu og í hópi kórmeðlima var einn stofnfélagi kórsins, Magnús Jónsson. Vilberg Viggósson, stjórnandi kórsins, er kominn til starfa á ný eftir nokkurra ára búsetu erlendis og var greinilegt á kórfélögum að þeir eru ánægðir með að hafa endurheimt þennan skemmtilega stjórnanda. Efnisskráin samanstóð af hefðbundnum karlakórslögum sem höfða vel til áheyrenda. Kórfélagarnir Haukur Ingimarsson, tenor, og Steinn Erlingsson, baritón, sungu einsöng og tvísöng og undirleikur var í höndum Esterar Ólafsdóttur, Rebekku Björnsdóttur og Ásgeirs Gunnarssonar. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og oft á tíðum hljómaði kórinn eins og bestu karlakórar gera. Það er mikilvægt fyrir samfélag eins og Reykjanesbæ að eiga menningarstofnun eins og Karlakór Keflavíkur og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir skemmtilega tónleika og allt það mikla starf sem kórinn hefur innt af hendi í þágu menningarlífsins hér á Suðurnesjum.
Kjartan Már Kjartansson.
Unglingadeild LK hefur haldið uppi þróttmiklu starfi um árabil og margir af helstu leikurum félagsins hafa stigið sín fyrstu spor innan unglingadeildarinnar. Sýningin ,,Þetta er allt vitleysa Snjólfur” er bæði hröð og skemmtileg. Með leikritinu er höfundurinn, Guðjón Sigvaldason, að vekja athygli ungs fólks á hættunum sem fylgja eiturlyfjaneyslu og kom leikstjórinn, Kjartan Guðjónsson, því til skila á mjög kraftmikinn hátt. Leikararnir stóðu sig allir mjög vel. Nokkur ný andlit voru í leikarahópnum innan um hina sem oft hafa sést á fjölum Frumleikhússins. Kjartan hefur náð að virkja þann mikla kraft sem í ungmennunum býr og var sérstaklega gaman að sjá og heyra hvernig hann nýtti sér aðra hæfileika þeirra eins og til dæmis í hljóðfæraleik og dansi. Það er full ástæða til þess að hvetja bæjarbúa til þess að sjá þessa sýningu unglingadeildarinnar og þá sérstaklega börn og unglinga. Með mér á sýningunni var 11 ára dóttir mín og 2 vinkonur hennar og þurftu þær mikið að spyrja að sýningu lokinni. Það var greinilegt að leikritið hafði vakið upp spurningar í hugum þeirra. Við unga fólkið í Leikfélaginu vil ég segja; takk kærlega fyrir okkur, sýningin ykkar var mjög skemmtileg, þið stóðuð ykkur frábærlega og endilega haldið áfram á þessari braut.
Tónleikarnir.
Karlakór Keflavíkur var stofnaður þ. 1. des. 1953 og verður því 50 ára þ. 1. des. nk. Á þeim tíma sem kórinn var stofnaður var mikil gerjun í menningarlífinu í Keflavík sem leiddi af sér stofnun kórsins, tónlistarfélagsins og tónlistarskólans á 4 ára tímabili frá 1953-1957. Á tónleikunum sagði formaðurinn, Steinn Erlingsson, að tónleikarnir væru hinir fyrstu í tónleikaröð sem kórinn hyggst standa fyrir á afmælisárinu og í hópi kórmeðlima var einn stofnfélagi kórsins, Magnús Jónsson. Vilberg Viggósson, stjórnandi kórsins, er kominn til starfa á ný eftir nokkurra ára búsetu erlendis og var greinilegt á kórfélögum að þeir eru ánægðir með að hafa endurheimt þennan skemmtilega stjórnanda. Efnisskráin samanstóð af hefðbundnum karlakórslögum sem höfða vel til áheyrenda. Kórfélagarnir Haukur Ingimarsson, tenor, og Steinn Erlingsson, baritón, sungu einsöng og tvísöng og undirleikur var í höndum Esterar Ólafsdóttur, Rebekku Björnsdóttur og Ásgeirs Gunnarssonar. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og oft á tíðum hljómaði kórinn eins og bestu karlakórar gera. Það er mikilvægt fyrir samfélag eins og Reykjanesbæ að eiga menningarstofnun eins og Karlakór Keflavíkur og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fyrir skemmtilega tónleika og allt það mikla starf sem kórinn hefur innt af hendi í þágu menningarlífsins hér á Suðurnesjum.
Kjartan Már Kjartansson.