Skemmtilegir tónleikar hjá Lúðrasveitunum
Vortónleikar Lúðrasveita Tónlistarskóla Reykjanesbæjar fóru fram í Stapa í gær. Tónleikarnir árlega þar sem þær þrjár lúðrasveitir sem starfandi eru sýna afrakstur æfinga sinna. Stjórnendur voru Áki Ásgeirsson, Harpa Jóhannsdóttir og Karen Sturlaugsson. Sævar Bachmann Kjartansson, nemandi í tónsmíðum við Tónlistaskólann í Reykjanesbæ undir handleiðslu Inga Garðars Erlendssonar, var að öðrum ólöstuðum maður kvöldins en flutt var verk hans, Klukká, og vakti það mikla lukku. Sævar átti svo einnig afmæli í gær. Flutt voru mörg skemmtileg verk þetta kvöld, m.a. tónlist Michael Jackson og Led Zeppelin.
Myndasafn frá tónleikunum hér.
Sævar Bachmann Kjartansson að loknum tónleikum í gær.
Myndir: [email protected]