Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Laugardagur 11. maí 2002 kl. 01:03

Skemmtilegir karlakórstónleikar

Föstudagskvöldið 10. maí átti undirritaður þess kost að hlýða á Karlakór Keflavíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju og er skemmst frá að segja að tónleikarnir voru mjög skemmtilegir. Smári Ólason stjórnaði kórnum af röggsemi við undirleik Esterar Ólafsdóttur. Konráð Fjelsted lék með á harmonikku og Haukur Ingimarsson og Steinn Erlingsson sungu einsöng. Á efnisskránni var að finna klassísk karlakórslög í bland við ný lög sem kórinn hefur ekki sungið áður. Það er skemmtilegur siður hjá Karlakórnum að gefa félögum eins og Hauki, kost á að syngja einsöng með kórnum þótt ekki séu þeir útlærðir söngvarar. Steinn Erlingsson stóð fyrir sínu að vanda og söng mjög vel. Það var einnig ánægjulegt að sjá Þórólf Sæmundsson, elsta syngjandi félaga kórsins, enn í fullu fjöri en hann er 88 ára gamall.

Karlakórinn verður 50 ára á næsta ári. Það verður fróðlegt að sjá hvað Þórólfur og félagar hans gera í tilefni af þessum merku tímamótum hjá einu helsta afli menningarlífsins í Reykjanesbæ. Takk fyrir mig kæru karlakórsmenn og gangi ykkur allt í haginn.

Kjartan Már Kjartansson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024