Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Skemmtilegast að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika
Mánudagur 18. desember 2017 kl. 05:00

Skemmtilegast að sjá hugmyndir sínar verða að veruleika

-Sigrún Helga er grunnskólanemi vikunnar

Hver eru áhugamálin þín?
„Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum, kvikmyndagerð, leiklist og því sem er að gerast í samfélaginu, eins og að fylgjast með stjórnmálum.“

Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul?
„Ég er 15 ára og er í 10. bekk í Holtaskóla.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað finnst þér best við það að vera í Holtaskóla?
„Holtaskóli er eini skólinn sem ég hef verið í og það er ekkert sem Holtaskóli hefur fram yfir aðra skóla, sem ég tek eftir. Mér finnst örugglega það besta að vera með vinkonum mínum í skóla og að taka þátt í alls konar viðburðum, eins og það að vera í nemendafélaginu.“

Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift?
„Mig langar í Fjölbrautaskólann í Garðabæ á leiklistabraut eða að fara bara í FS hér.“

Ertu að æfa eitthvað?
„Ég er ekki að æfa neitt núna en ég æfði fótbolta í sumar.“

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
„Þegar eg fæ hugmyndir og sé þær verða að veruleika, að taka þátt í einhverju merkilegu og rökræða og hafa rétt fyrir mér.“

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
„Örugglega að hafa rangt fyrir mér og þurfa viðurkenna það.“

Hvað myndirðu kaupa þér fyrir þúsund kall?
„Ég myndi kaupa mér ís. Þú færð ekki margt fyrir þúsund kall a Íslandi.“

Án hvaða hlutar geturðu ekki verið?
„Einskis, ég helt ég gæti ekki verið án síma en ég eyðilagði minn í byrjun nóvember og er búin að vera án hans síðan þá. Það er mjög frjálst að vera laus við hann.“

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
„Kvikmyndastjóri og handritshöfundur.“

Uppáhalds matur: Hamborgarhryggur.
Uppáhalds tónlistarmaður: Svo margir að ég get ekki valið.
Uppáhalds app: Snapchat.
Uppáhalds hlutur: Rúmið mitt.
Uppáhalds þáttur: Svo margir en akkúrat núna er það Riverdale eða Stranger Things.