Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtilegast að læra stærðfræði
Þriðjudagur 10. febrúar 2004 kl. 12:52

Skemmtilegast að læra stærðfræði

Linda Rós er níu ára stelpa í 4. bekk í Njarðvíkurskóla. Hún hefur búið á Íslandi í 4 ár og talar mjög góða Íslensku. Hún bjó áður í Víetnam.
Linda segist muna eftir því þegar hún bjó í Víetnam en man ekki alveg í hvaða þorpi hún bjó. Hún segir að krakkarnir í skólanum séu oft að spyrja hana um það hvernig lífið í Víetnam hafi verið og henni finnst bara gaman að tala um það. Besta vinkona Lindu heitir Amelía og leika þær sér mikið saman. „Ég er eiginlega mest með Amelíu þegar ég er ekki í skólanum,“ sagði Linda þegar blaðamaður Víkurfrétta var í Njarðvíkurskóla á dögunum.
Lindu finnst gaman í skólanum og skemmtilegast finnst henni að læra stærðfræði.

Myndin: Linda Rós í bekknum sínum í Njarðvíkurskóla.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024