Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Skemmtilegar uppákomur á 112-deginum í Grindavík
Mánudagur 13. febrúar 2006 kl. 16:50

Skemmtilegar uppákomur á 112-deginum í Grindavík

112-dagurinn var haldinn hátíðlegur í Grindavík sem og annars staðar á laugardaginn þar sem Björgunarsveitin Þorbjörn, lögregla, sjúkrabíll, og slökkvilið stóðu saman að glæsilegri sýningu björgunartækja.

Auk þess fékk Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri, að upplifa það hversu gott það er að hafa þessa aðila sér til stuðnings, þegar hann var klipptur út úr bifreið eftir sviðsett slys. Og svo var það síðar um daginn að gengið var frá samstarfssamningi milli Björgunarsveitarinnar Þorbjörns og Grindavíkurbæjar.

Smelltu hér til að sjá fleiri myndir á heimasíðu björgunarsveitarinnar

Mynd: Tobías Sveinbjörnsson: Bæjarstjóranum bjargað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024