Skemmtileg sumarhátíð á Melaveginum
Íbúarnir á Melaveginum í Njarðvík efndu til skemmtilegrar sumarhátíðar í góða veðrinu. Götunni var lokað og margt gert til skemmtunar. Farið var í íþróttaleiki með börnunun, risastóru tjaldið tjaldað og sett upp leiktæki. Mömmurnar í hverfinu létu sig hverfa inn í einn húsgarðinn og sóluðu sig á meðan pabbarnir sáu um börnin.Skemmtilegur en þögull trúður birtist skyndilega út úr einu húsasundinu og hóf að fremja töfrabrögð fyrir börnin, sem horfu á agndofa. Blöðrur urðr að litskrúðugum fígúrum og svo mætti lengi telja. Um kvöldið var svo kveikt í brennu í móanum bakvið götuna.
Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi Bárðarson þegar trúðurinn kom í heimsókn.
Meðfylgjandi mynd tók Hilmar Bragi Bárðarson þegar trúðurinn kom í heimsókn.